Málsháttur Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
|
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Henri Martin' |
|
|
|
Höf. |
|
(Laffay 1863) Frakkland |
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Mosarós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
’Red Moss’, Rosa × centifolia L.muscosa ‘Henri Martin’. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Fagurrauður. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
Allt að 100 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Klifurrós, R. centifolia blendingur. Runninn er fallegur, kröftugur og uppréttur, allt að 180(-250) sm hár og 200 sm breiður, með langar greinar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin hálffyllt-fyllt, mjög fagurrauð með gula fræfla. Blómviljug planta, blóm í klösum, svo fagurrauður litur er sjaldgæfur meðal gömlu rósanna. Blómin upplitast svo sem ekkert með aldrinum. Ilmur mikill og góður. Einblómstrandi, blómstrar samt lengi og mikið. Grænn ‘mosinn’ ilmar mikið af trjákvoðu. Á veturnar eru stórar, appelsínugular nýpur með fallegan ´mosafeld’, þ.e. ef blómin eru ekki klippt af runnanum, (en það ætti ekki að gera). Laufið er dökkgrænt. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, rakur en vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Með viðnámsþrótt gegn svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp. |
|
|
|
Harka |
|
Z4 |
|
|
|
Heimildir |
|
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København,
Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981,
http://www.hesleberg.no,
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP,
www.learn2grow.com/plants/rosa-henri-martin-care-and-maintenence/,
davesgarden.com/guides/pf/go/53320/#b
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar, skipting. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Rósina er hægt að nota á ýmsan hátt bæði norðan undir eða í hálfskugga, þarf sem sagt ekki mjög mikla sól. Hún getur myndað fallegan bakgrunn í beði. Notuð stök, í beð eða nokkrar saman. Þar sem greinarnar eru grannar er hægt að nota hana sem klifurrós á boga eða á vegg.
Mjög hraust rós, frostþolin, harðgerð og dugleg, ekki skuggþolin. Nægjusöm og þrífst í mögrum jarðvegi. Hæfilegt að hafa eina plöntu á m².
|
|
|
|
Reynsla |
|
Rosa ‘Henri Martin' var keypt í Lystigarðinn 2003 og gróðursett í beð sama ár. Sú planta vex vel en blómstrar ekki. Önnur planta var keypt 2006 og plantað í beð sama ár, hún vex vel og blómstraði mikið 2008 en engin blóm komu 2009. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Nafnið ‘Henri Martin’ er nafn á sagnfræðingi og stjórnmálamanni, Henri Martin (1810-1883).
|
|
|
|
|
|