Snorri Hjartarson - Lyng Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
|
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Hurdalsrose' |
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
|
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
'Hurdal', 'Giessenrose'. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Bleikur eða dökkbleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
Allt að 300 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppruninn er óþekktur og hvorki er vitað hver kynbætti þessa rós né hvenær. Rosa 'Hurdalsrose' er R. alba runnarós, upprétt, mjög kröftug og verður allt að 300 sm há og álíka breið. Lítið um þyrna. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin eru bleik eða dökkbleik, meðalstór, hálffyllt, ilma ekki. Blómviljugur, blómstrar einu sinni á sumri, blómgunin stendur yfir í um 3 vikur. Blómgunin nær yfir styttri tíma ef sumarið er heitt. Laufin eru dæmigerð R. alba-lauf. Plantan myndar mikið af rótarskotum. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, sendinn, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
Thørgersen, C.G. 1988: Synopsis of Broadleved Trees and Shrubs cultivable as Ornamentals in Boreal Sweden Umeå
http://www.druer.no/sorteliste roser
http://www.hesleberg.no
http://www.roseexpert.no/nordic.htm
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Talin skuggaþolin af sumum, öðrum ekki, er harðgerð og nægjusöm.
Þrífst best í svölu loftslagi, jarðvegur þarf að vera miðlungi næringarríkur og með jafnt rakastig. Ein planta á m². Höfð stök, í runnabeð og í skemmtigarða. Talin þurfa litla umhirðu t.d. í Noregi.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum var til planta frá 1990 sem tórði til 1994. Önnur planta, aðkeypt 2006, vex mikið og blómstrar talsvert 2008, óx vel og kom með fáein blóm 2009. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Rósin hefur verið þekkt í Noregi síðan í byrjun síðustu aldar. Það fylgir sögunni að prestssonur hafi komið með hana til Noregs frá Giessen í Þýskalandi.
|
|
|
|
|
|