Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Rosa 'Kakwa'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Kakwa'
     
Höf.   (Wallace 1973) Kanada.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rjómahvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   50-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þyrnirósar-blendingur. Runninn er mjög harðgerður og mjög þéttvaxinn, 50-80 sm hár, en getur orðið hærri.
     
Lýsing   Blómin eru rjómahvít séð úr fjarlægð, ljósbleik þegar nær er komið, þéttfyllt og ilma mikið. Nýpurnar eru svartar. Blómin eru fögur og koma snemmsumars. ‘Kakwa’ er sú rós sem er einna fyrst að blómstra hvert vor.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjó, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z2
     
Heimildir   http://www.cornhillnursery.com/retail/roses/roses.html#RP, http://www.elkorose.com/ehwrmn.html http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/scotsroses.html
     
Fjölgun   Ágræðsla, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Sérstaklega harðgerð á köldustu vaxtarstöðunum, þrífst jafnt í skugga og á móti sól.
     
Reynsla   Kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: 'Kakwa’ er R. pimpinellifolia blendingur sem er ræktaður upp í Alberta í Kanada upp af rós frá Síberíu.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is