Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Rosa 'Le Rêve'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Le Rêve'
     
Höf.   (Pernet-Ducher 1920) Frakkland
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Milligulur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   80-120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Foreldrar: Mme Eugene Verdier x Rosa Foetida Persiana ‘Le Réve’ er stór klifurrós, 80-120 sm há en getur orðið 600 sm há og 450 sm breið við góðar aðstæður. Þetta er gömul sort.
     
Lýsing   Runninn er einblómstrandi. Blómin hálffyllt, milligul, með sterkan ilm, nokkuð þolin. Laufið ljósgrænt.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Hanson, Ó. V. ritstj. 1976: Skrúðgarðabókin 2. útg. - Reykjavík, http://www.roselocator.com/rose_locator/roses/old.../, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Plantað við suðurvegg.
     
Reynsla   Rosa ‘Le Réve' var keypt í Lystigarðinn 2006, plantað sama ár í beð, vex vel og blómstraði dálítið t. d. bæði 2008 og 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is