Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Rosa 'Europeana'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Europeana'
     
Höf.   (De Ruiter 1964) Holland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Dökkrauður.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   60-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Klasarós (floribunda). Hún er lágvaxin, útbreidd í vextinum, verður um 60 sm breið. Plantan myndar kröftuga runna með þéttar greinar, sem verða 60-80 sm háar.
     
Lýsing   Foreldrar : Rosa ‘Ruth Leuwerik’ x ‘Rosemary Rose’ Rosa 'Europeana' er floribunda rós. Laufið er fallegt, glansandi og djúp grænt. Rósin er auðþekkt úr fjarlægð á glansandi bronsgrænu laufinu, sem er næstum koparlitt þegar plantan laufgast. Blómin ilma og eru með sterkum, dökkrauðum næstum svartrauðum lit með flauelsáferð. Þau eru mjög glæsileg og erfitt að hafa með öðrum rósum með öðruvísi rauð litbrigði. Blómin eru fremur smá, allt að 7,5 sm í þvermál, fyllt og mynda reglulega krónublaðahvirfinu. Þau eru mörg saman í stórum þungum klösum sem geta þurft stuðning þegar rignir, ef þeim hefur ekki verið plantað svo þétt að þau styðja hvert annað. Blómstrar allt sumarið.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, hæfilega rakur.
     
Sjúkdómar   Mjölsveppur.
     
Harka  
     
Heimildir   Edinger, Philip & al. ed. 1981: How to grow roses – A Sunset Book Lane Publishing Co. – Menlo Park, California, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/63187/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Ræktuð á móti sól. Í skjóli og sól getur hún sýkst af mjölsvepp. Hún er góð til afskurðar og er ein besta rauða floribunda rósin. Þessi sort kom fram 1963 hjá G. de Ruiter i Hollandi og er blanda af ‘Ruth Leuwerik’ og ‘Rosemary Rose’.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum var til planta, sem var keypt 1990 og plantað í beð. Hún reyndist dauð 1994. Önnur planta var keypt 2003 og plantað í beð, þreifst vel og blómstraði 2006. Misfórst í vetrargeymslu veturinn 2006-2007.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is