Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Rosa x rugosa 'Gelbe Dagmar'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   x rugosa
     
Höfundur   Thunb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Gelbe Dagmar'
     
Höf.   (Moore 1989) USA
     
Íslenskt nafn   Ígulrós (Garðarós)
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   R. 'Yellow Dagmar Hastrup'
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fagurgulur.
     
Blómgunartími  
     
Hæð   30-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Ígulrós (Garðarós)
Vaxtarlag   Runninn er uppréttur, 30-80 sm hár (60-150 sm samkvæmt sumum heimildum) og breiðvaxinn allt að 215 sm í þvermál. Meðalþyrnóttur til þornhærður, þéttur runni, hvelfdur, greinóttur. Stór, mött, milligræn hrukkótt lauf.
     
Lýsing   Blómin 3-4 sm breið, fagurgul, verður rjómagul með aldrinum, hálffyllt, með 20-30 krónublöð, stök eða nokkur í klasa, með þægilegan ilm. Plantan er rótekta, frost- og saltþolin.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur en vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Ónæm fyrir svartroti.
     
Harka   Z2
     
Heimildir   http://www.baumschule-horstmann.de, http://www.rosenversand24.de, http://www.welt-der rosen.de/duftrosen, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=13586
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Hentar hvort sem er að hafa sem stakan runna eða nokkrar plöntur saman í limgerði, hvort sem er á sléttlendi eða í brekkur, hentug í lág limgerði og sem þekjurunni, 3-4 plöntur á m². Það þarf að snyrta/klippa hann á vorin svo að vöxturinn verði sem bestur. Viðurkenning: Silber BUGA Dortmund u. Bronze Genua 1991
     
Reynsla   Rosa rugosa 'Gelbe Dagmar' var keypt í Lystigarðinn 2008 og plantað í beð sama ár, blómstraði nokkuð 2009, sein til og kom með nokkur blóm 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Ígulrós (Garðarós)
Ígulrós (Garðarós)
Ígulrós (Garðarós)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is