Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Rosa pimpinellifolia ‘Red Nelly'
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
pimpinellifolia |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
‘Red Nelly' |
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Þyrnirós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Rosa 'Single Cherry', 'Single Red' |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Dökkrauður. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
Allt að 100 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppruni óþekktur.
Nokkuð harðgerð runnarós, þyrnirósarblendingur, gömul, blómviljug rós, sem kom fram fyrir 1867. Runninn verður 80-100 sm hár (eða hærri). Elstu greinarnar ætti að sníða af til að ýta undir nýjan vöxt.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin dökkgræn, verða appelsínugul að haustinu. Blómin einföld, dökkrauð, krónublöðin grá á bakhliðinni. Nýpur svartar, kúlulaga og sléttar. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, sendinn, fremur magur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z4 |
|
|
|
Heimildir |
|
Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur,
http://www.hagenpaakleiva.net,
http://www.ingibjörg.is,
http://www.mork,
www.eggert-baumschulen.de/products/de/Neu-in-dieser-saison/Red-Nelly.html.
www.rosenhof-schulteis.de/Rosen/Historische-Rosen/Rosa-pimpinellifolia/
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Vetrar- og sumargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Ein planta í rósabeð eða á grasflötina, í lágvaxið limgerði, í ker. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum hefur verið til planta frá 1990 sem lifði til 1997. Græðlingur kom í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Fín í Reykjavík. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|