Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Rosa 'Rose du Maitre d'Ecole'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Rose du Maitre d'Ecole'
     
Höf.   (Miellez 1840) Frakkland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Rose du Maître d`Ecole, Du Maître d`Ecole, Du Maître d`Ecole.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Bleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   90-120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Rose du Maître d'Ecole' er Rosa gallica rós, sem er kröftug/grófgerð í vextinum, 120 sm há og 60-90 sm breið, einblómstrandi og með falleg lauf, stór og þéttfyllt blóm með græna miðju.
     
Lýsing   Blómin eru falleg og sérstæð, ilma mikið, eru bleik en bleiki liturinn breytist fljótt í gráfjólublátt með dekkri blæbrigðum.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, lífefnaríkur, rakur en vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Viðkvæm fyrir ýmsum kvillum svo sem blaðlús, svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp svo eitthvað sé nefnt.
     
Harka  
     
Heimildir   Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V, 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/52384/#b, https://palatineroses.com/rose/rose-du-maitre-dÉcole, thegardengeeks.net/plant-guide/6343-rosa-de-la-maitre-decole
     
Fjölgun   Síðsumar- eða vetrargræðlingar, brumágræðsla, sveiggræðsla. Brumágræðsla á harðgerðar Rosa multiflora-rætur að sumrinu.
     
Notkun/nytjar   Í beð á sólríkum stað.
     
Reynsla   Kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Kelur alltaf og er alltaf skýlt í Reykjavík.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is