Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Rosa 'Sara van Fleet'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Sara van Fleet'
     
Höf.   (Van Fleet 1926) Bandaríkin.
     
Íslenskt nafn   Ígulrós, garðarós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljósbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   180-240 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Foreldrar: Rosa rugosa Thunb. × Rosa 'My Maryland'. Er Rosa rugosa blendingur, kröftugur, harðgerður, einblómstrandi, stöku blóm kemur stundum seinna á sumrinu, greinar uppréttar til bogadregnar. Runninn er mjög þéttþyrnóttur, allt að 240 sm hár og um 150 sm breiður.
     
Lýsing   Blómin stór, upprétt, bollalaga, hálffyllt, 9-16 krónublöð, skær ljósbleik ljósgráfjólublá-bleik, verða ljósari með aldrinum, standa lengi, ilma mikið, gulir fræflarí miðju. Laufin glansandi, hrukkótt, milligræn, bronsgræn, ilma.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Rakur til meðalrakur, sendinn til leirkenndur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z4
     
Heimildir   Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur, http://www.backyardgardener.com, http://www.helpmefind.com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Sólríkur vaxtarstaður. Stakstæð eða með öðrum plöntum í beði.
     
Reynsla   Rosa 'Sara van Fleet' var keypt í Lystigarðinn 2003 og plantað í beð 2004, vex dálítið og blómstraði dálítið 2008, engin blóm 2009. Önnur planta kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Fín í Reykjavík.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is