Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Rosa 'Sutter’s Gold'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Sutter’s Gold'
     
Höf.   (H. C. Swim 1950) Bandaríkin.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   R. 'Sutters Gold'.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Ljós appelsínugulur m. daufbleika slikju.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   20-55 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Foreldrar: Rosa ‘Charlotte Armstrong’ x ‘Signore’. ‘Sutter’s Gold’ er 20. aldar rós og terósarblendingur, kröftugur, uppréttur runni með margar hliðargreinar, 20-55(-80-100) sm hár, og allt að 60 sm breiður. Er til sem klifurrós (Climing Sutter’s Gold), þá er runninn sterkbyggður og grannvaxinn og myndar langar greinar.
     
Lýsing   Knúbbarnir eru appelsínurauðir, langir og glæsilegir. Blómin ljósappelsínugul með daufbleika slikju og skarlatsrauðar æðar, léttfyllt, 25-30 krónublöð. Blómin ilma mikið. Þau eru meira aðlaðandi í svölu loftslagi þar sem blómin opnast hægar og halda litunum betur. Blómstrar fram í frost. Laufið er mjög dökkgrænt og leðurkennt.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, meðalvökvun.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Edinger, Philip & al. ed. 1981: How to grow roses – A Sunset Book Lane Publishing Co. – Menlo Park, California, Moughan, P. et al. Ed. :The Encyclopedia of Roses, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.6139
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumargræðlingar, ágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Sólrík, hlý beð í skjóli. Ekki skuggþolin.
     
Reynsla   Rosa 'Sutter’s Gold' reyndist skammlíf í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Viðurkenningar t. d.:Portland Gold 1946, Bagatelle Gold 1948, All America Rose 1950, RNS Preis 1951. Rosa 'Sutter’s Gold' er tileinkuð John August Sutter (1803-1880), kaupmanni frá Kandern (Baden). Hann kom af stað gullæðinu í Kaliforniu.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is