Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing) Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
|
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Sutter’s Gold' |
|
|
|
Höf. |
|
(H. C. Swim 1950) Bandaríkin. |
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
|
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
R. 'Sutters Gold'. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól og skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Ljós appelsínugulur m. daufbleika slikju. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
20-55 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Foreldrar: Rosa ‘Charlotte Armstrong’ x ‘Signore’.
‘Sutter’s Gold’ er 20. aldar rós og terósarblendingur, kröftugur, uppréttur runni með margar hliðargreinar, 20-55(-80-100) sm hár, og allt að 60 sm breiður. Er til sem klifurrós (Climing Sutter’s Gold), þá er runninn sterkbyggður og grannvaxinn og myndar langar greinar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Knúbbarnir eru appelsínurauðir, langir og glæsilegir. Blómin ljósappelsínugul með daufbleika slikju og skarlatsrauðar æðar, léttfyllt, 25-30 krónublöð. Blómin ilma mikið. Þau eru meira aðlaðandi í svölu loftslagi þar sem blómin opnast hægar og halda litunum betur. Blómstrar fram í frost. Laufið er mjög dökkgrænt og leðurkennt. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, vel framræstur, meðalvökvun. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
Edinger, Philip & al. ed. 1981: How to grow roses – A Sunset Book Lane Publishing Co. – Menlo Park, California,
Moughan, P. et al. Ed. :The Encyclopedia of Roses,
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København,
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.6139
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar-, síðsumargræðlingar, ágræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sólrík, hlý beð í skjóli. Ekki skuggþolin. |
|
|
|
Reynsla |
|
Rosa 'Sutter’s Gold' reyndist skammlíf í Lystigarðinum. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Viðurkenningar t. d.:Portland Gold 1946, Bagatelle Gold 1948, All America Rose 1950, RNS Preis 1951.
Rosa 'Sutter’s Gold' er tileinkuð John August Sutter (1803-1880), kaupmanni frá Kandern (Baden). Hann kom af stað gullæðinu í Kaliforniu.
|
|
|
|
|
|