Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Rosa beggeriana
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   beggeriana
     
Höfundur   Schrenk. ex Fisch. & Mey.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ljósarós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur- rjómalitur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   Allt að 100- 250 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Villirós, mjög mikið greindur runni, allt að 250 sm hár. Stilkarnir eru með bogna þyrna í pörum. Runninn myndar brúsk með bogsveigðar greinar, ungar greinar rauðleitar, myndar rótarskot, þyrnalaus eða því sem næst.
     
Lýsing   Smálaufin eru 5-9, egg-oddbaugótt til öfugegglaga. 8-25 sm löng, einsagtennt, yfirleitt hærð neðan og blágræn til grágræn. Runninn er einblómstrandi. Blómin nokkur eða mörg í klösum, hvít, 2-3 sm í þvermál, krónublöð 4-8 talsins, ilmur daufur, leggir kirtilhærðir til hárlausir. Bikarblöð skammæ. Nýpur næstum kúlulaga, rauðar en verða seinna djúppurpuralitar, 6-8 mm breiðar.
     
Heimkynni   M Asía.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   7, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=11793, www.rogersroses.com/gallery/DisplayBlock-bid-198-gid-14-source-gallerydefault.asp
     
Fjölgun   Sumrgræðlingar, rótarskot, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð runnabeð.
     
Reynsla   Ljósarós var sáð í Lystigarðinum 1988, plantað í beð 1989 og flutt í annað beð 1992, kól dálítið eða ekkert, líklega dauð 2009. (2010).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is