Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
coriifolia |
|
|
|
Höfundur |
|
Fries |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Skjárós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
R. deseglisei Boreau |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Bleikur eða hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
Um 200 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Villirós. Þéttgreindur runni með uppréttar eða bogsveigðar greinar um 200 sm langar, með bogna þyrna, sem allir eru jafn langir.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin sumargræn, smálaufin 5-7, aflöng til breiðoddbaugótt, snubbótt, hárlaus ofan, dúnhærð eða að minnsta kosti á æðastrengjunum, jaðrar með einfaldar eða samsettar tennur. Stoðblöð stór. Blómsæti hárlaus. Blóm 1-4, einföld. Bikarblöð með hliðaflipa, hærð eða hárlaus á ytra borði, upprétt eða útstæð og eru lengi föst við nýpuna. Krónublöðin hvít eða bleik. Stílar ekki samvaxnir, fræni ullhærð. Nýpur egglaga til hnöttóttar, rauðar, allt að 2,5 sm, sléttar. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa, Kákasus. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, lífefnaríkur, frjór, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
H3 |
|
|
|
Heimildir |
|
2, practicalplants.org/wiki/Rosa-coriifolia. |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar, rótarskot. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Rosa coriifolia er mjög lík R. dumalis. Sumir grasafræðingar álíta þær sömu tegundina. Aðrir grasafræðingar telja hana afbrigði R. dumalis ssp. boissieri og samkvæmt nafnareglum flokkunarfræðinnar ætti nafn hennar að vera R. dumalis Beshstein ssp. boissieri (Crépin) Nilson v. boissieri. |
|
|
|
Reynsla |
|
Skjárósinni var sáð í Lystigarðinum 1982, plantað í beð 1989, kelur lítið sem ekkert, þrífst vel. (2009). |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|