Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Rosa dumalis
Ćttkvísl   Rosa
     
Nafn   dumalis
     
Höfundur   Bechst.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Glitrós
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rauđbleikur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   Allt ađ 200 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Glitrós
Vaxtarlag   Villirós. Greinar oft bládöggvađar. Ţyrnar bognir međ breiđan grunn. Runninn er nćstum ţyrnalaus, verđur allt ađ 200 sm hár, einblómstrandi. Smálauf 5-7, snertast nćstum, međalstór, breiđegglaga til kringluleitari, hárlaus beggja vegna og međ bláa slikju. Axlablöđ oftast áberandi breiđ.
     
Lýsing   Blómin stök eđa í 2-4 blóma klösum, fremur stór, rauđbleik, ilma mikiđ, krónublöđ 5 talsins. Bikarblöđ međ lensu- eđa bandlaga flipa, jađar ögn hćrđur, bikar kúlulaga. Nýpur hnöttóttar til egglaga, mjög stórar eđa allt ađ 3 sm langar.
     
Heimkynni   Evrópa, Litla-Asía, vex til fjalla.
     
Jarđvegur   Međalrakur, frjór, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar   Ónćm fyrir kvillum.
     
Harka   Z4
     
Heimildir   7, http:/www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=21082, www.luontoportti.com/suomi/en(puut/glaucous-dog-rose
     
Fjölgun   Síđsumargrćđlingar međ hćl, sáning.
     
Notkun/nytjar   Stakstćđur runni. Mjög frostţolin tegund.
     
Reynsla   Til er gömul, íslensk planta af glitrós, sem ţrífst vel og blómstrar árlega, einnig rós sáđ 1986, plantađ í beđ 1988, kelur lítiđ, ţrífst vel. (2009).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Glitrós
Glitrós
Glitrós
Glitrós
Glitrós
Glitrós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is