Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
|
Rosa x gallica 'Complicata'
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
x gallica |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Complicata' |
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Skáldarós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Rosa gallica v. complicata , Rosa gallica complicata , Rosa macrantha. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Skærbleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
Allt að 250 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Óþekktur uppruni og upprunaár er óþekkt. Stór og kröftugur runni 250 sm hár og 300 sm breiður, fáir þyrnar, einblómstrandi. Með langar greinar sem hægt er að klippa í súluform. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin einföld, stór alt að 11 sm í þvermál, rósbleik með hvíta miðju og fallega, áberandi, gula fræfla. Ilmur daufur. Nýpur stórar, sléttar, hnöttóttar, appelsínugular.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, lífefnaríkur, rakur en vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Ónæm fyrir svartroti, mjölsveppur, ryðsveppur. |
|
|
|
Harka |
|
Z5 |
|
|
|
Heimildir |
|
Nicolaisen, A 1975: Rosernas Bog - København,
Roy, Hay & Patrick Synge 1969: The Dictionary of Garden Plants in Colour with House and Greenhouse Plants. - George Rainbird LTD 1969 (Svensk översättninga och bearbetning Sven Nilson 1974. Örebro 1974),
http://www.hesleberg.no,
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
davesgarden.com/guides/pf/go/2523/#b,
https://www.rhs.org.uk/plants/98520/Rosa-Complicata-%28G%29/Details
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Skifting á gömlum plöntum, þegar þær eu í dvala, síðsumargræðlingar með hæl eða brumágræðsla að sumrinu. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Notuð stök, nokkrar saman, í beð, í limgerði, á grindur og súlur.
Rósin þarf nákvæma klippingu og snyrtingu og gott vaxtarrými til að njóta sín sem best. Hæfilegt að hafa 1 plöntu á m². Talin skuggþolin erlendis.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Rosa × gallica 'Complicata' var sáð í Lystigarðinum 1992 og 1993. Plönturnar kala mikið og sumar hafa drepist, tvær plöntur eru til, báðar lélegar, en lifa og vaxa mikið. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|