Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Rosa macrophylla
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   macrophylla
     
Höfundur   Lindl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Flöskurós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól-(hálfskuggi).
     
Blómlitur   Millibleikur eða djúpbleikur til blápurpura.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   -250-400(-500) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Runninn verður 250-400(-500) sm hár og er með langar, bogsveigðar greinar, stilkar eru dökkrauðir til purpuralitir, þyrnalausir eða með fáa sterklega, beina þyrna sem vita upp á við, oft í pörum á liðunum. Axlablöð venjulega breið.
     
Lýsing   Smálauf (7-)9-11 talsins, 2,5-6,5 sm, breið-oddbaugótt til mjó-egglaga, ydd eða odddregin, hárlaus á efra borði, dúnhærð og stundum kirtilhærð á neðra borði, jaðrar með einfaldar tennur eða tvísagtenntir. Stoðblöð breið. Blómleggir og blómbotn með kirtilþornhár. Blóm 1-5, einföld, millibleik eða djúpbleik til blápurpura, 5-7,5 sm breið. Bikarblöð næstum jafnlöng og krónublöðin, heilrend, þornhærð og dálítið kirtilhærð á bakhliðinni, breikka í oddinn, upprétt og langæ á nýpunni. Stílar lausir, ekki framstæðir, fræni ullhærð. Nýpur 2,5-4(-7) sm, hálfhnöttóttar til flöskulaga með háls efst, hárauðar og með kirtilþornhár.
     
Heimkynni   Himalaja frá Pakistan austur til V Kína.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, meðalfrjór, meðalvökvun, þolir ekki vatnsósa jarðveg.
     
Sjúkdómar   Viðkvæmur fyrir hunangssvepp.
     
Harka   Z7
     
Heimildir   1, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, davesgarden.com/guides/pf/go/168822/#b, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+macrophylla
     
Fjölgun   Sáning, sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla (tekur 12 mánði).
     
Notkun/nytjar   Í blönduð trjá- og runnabeð.
     
Reynsla   Flöskurósinni hefur tvisvar verið sáð í Lystigarðinum, annarri var sáð 1989 og plantað í beð 1994, hinni var sáð 1990 og plantað í beð 1992. Báðar kólu mikið og voru dauðar 2008. Ein planta sem sáð var 1990 og var plantað í beð 1993 vex þó vel, engin blóm 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is