Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Rosa pouzinii
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   pouzinii
     
Höfundur   Tratt.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kvoðurós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Crepinia pouzinii (Tratt.) Gand., Rosa canina ssp. pouzinii (Tratt.) Batt., R. communis ssp. pouzinii (Tratt.) Rouy. (nom. illeg., R. glauca ssp. pouzinii (Trat.) Christ., Rosa hispanica Boiss. & Reut., non Mill.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fölbleikur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   50-200(-300) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Runni 50-200(-300) sm hár. Greinar uppréttar eða bogsveigðar, greiningin breytileg, Greinar græn-rauðleitar yst á runnanum og efst, þyrnalaus eða oftar með þyrnum, 3-8(10 x 3-5 (7) mm, sem eru líkir innbyrðis en breytileg að stærð, bognir eða næstum krókbognir, oftast ekki legghlaupnir, kringlóttir eða oddbaugóttir í þversnið.
     
Lýsing   Lauf með dálítinn balsamilm og með 0-1(2) þyrna undir axlablöðunum; smálauf 5-7(9) talsins, (12)14-28(37) × (8)10-18(26) mm, egglaga-kringluleit til öfugegglaga eða egg-lensulaga, ögn hvassydd, bogadregin við grunninn, efra borð hárlaus og skærgræn, hárlaus á neðra borði, ljósbláleit með kirtla aðeins á miðstreng og stundum á hliðarstrengjum, tvísagtennt og skerðingar oftast djúpar og mjóar, með 0-2 kirtla á langhliðinni og 2-3(-5) við grunninn. Laufleggir hárlausir með kirtilaxlablöð og smáþornhár, sem stundum ná niður á aðallegginn, efri axlablöð 8-11(12) × 3-6(7) mm, ögn breiðari í miðjunni, hárlaus á efra borði laufsins (þess sem snýr að stilknum) stundum með kirtla á neðra borðinu, jaðrar kirtilhærðir, og axlablöð egg-lensulaga, ydd og beinast ögn út á við. Blóm 1-3 í blaðöxlum, efsta laufið oft smækkað í eitt smálauf, sjaldan í stoðblað, 8-10 × 3-5 mm, egglensulaga, styttri en blómleggirnir; visin af fyrir þroska hjúpanna. Blómleggur (12)15-20 mm langir, með kirtilhærð axlablöð og stundum með smáþyrnum. Blómbotn með disk (2,5)2,8-3,7(4) mm í þvermál, dálítið keilulaga; opið 0,5-0,8 (1) mm. Bikarblöð (12)15-20 × (0,5)3-4,5 mm, lensulaga, hærð á innra borði og jöðrum, með kirtlilhár á baki, aftursveigð að blómgun lokinni; visna af fyrir þroska nýpunnar, stöku sinnum með 6-10(-12) hliðarflipa, á bilinu 3,5-4 × 0,4-0,6 mm; oddurinn 4-6 × 0,5 mm. Krónan 20-40 mm í þvermál. Krónublöð 12-20 × 10-15 mm, um það bil jafn löng og bikarblöðin, breið, fölbleik. Frævur lausar hver frá annarri, sjaldan hærðar, mynda samaldin (hjúpaldin=nýpu), fræni öfug-keilulaga 0,7-1,3 mm. Nýpa (10)12-19(22) × 7-11 mm, oftast krukkulaga. slétt og með fáeina kirtlar við grunninn, dumbrauðar.
     
Heimkynni   Portúgal, Spánn, Frakkland, Ítalía, austurhluti N-Afríku.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, frjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://ww2bgbm.org http://www.floraiberica.es/floraiberica/texto/pdfs/06
     
Fjölgun   Sáning, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í beðkanta.
     
Reynsla   Kvoðurósinni var sáð í Lystigarðinum 1991, plantað í reit 1994, hefur kalið mikið öll árin, plantað í beð 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is