Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós "Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
pouzinii |
|
|
|
Höfundur |
|
Tratt. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Kvoðurós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Crepinia pouzinii (Tratt.) Gand., Rosa canina ssp. pouzinii (Tratt.) Batt., R. communis ssp. pouzinii (Tratt.) Rouy. (nom. illeg., R. glauca ssp. pouzinii (Trat.) Christ., Rosa hispanica Boiss. & Reut., non Mill. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Fölbleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
50-200(-300) sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Runni 50-200(-300) sm hár. Greinar uppréttar eða bogsveigðar, greiningin breytileg, Greinar græn-rauðleitar yst á runnanum og efst, þyrnalaus eða oftar með þyrnum, 3-8(10 x 3-5 (7) mm, sem eru líkir innbyrðis en breytileg að stærð, bognir eða næstum krókbognir, oftast ekki legghlaupnir, kringlóttir eða oddbaugóttir í þversnið. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf með dálítinn balsamilm og með 0-1(2) þyrna undir axlablöðunum; smálauf 5-7(9) talsins, (12)14-28(37) × (8)10-18(26) mm, egglaga-kringluleit til öfugegglaga eða egg-lensulaga, ögn hvassydd, bogadregin við grunninn, efra borð hárlaus og skærgræn, hárlaus á neðra borði, ljósbláleit með kirtla aðeins á miðstreng og stundum á hliðarstrengjum, tvísagtennt og skerðingar oftast djúpar og mjóar, með 0-2 kirtla á langhliðinni og 2-3(-5) við grunninn. Laufleggir hárlausir með kirtilaxlablöð og smáþornhár, sem stundum ná niður á aðallegginn, efri axlablöð 8-11(12) × 3-6(7) mm, ögn breiðari í miðjunni, hárlaus á efra borði laufsins (þess sem snýr að stilknum) stundum með kirtla á neðra borðinu, jaðrar kirtilhærðir, og axlablöð egg-lensulaga, ydd og beinast ögn út á við. Blóm 1-3 í blaðöxlum, efsta laufið oft smækkað í eitt smálauf, sjaldan í stoðblað, 8-10 × 3-5 mm, egglensulaga, styttri en blómleggirnir; visin af fyrir þroska hjúpanna. Blómleggur (12)15-20 mm langir, með kirtilhærð axlablöð og stundum með smáþyrnum. Blómbotn með disk (2,5)2,8-3,7(4) mm í þvermál, dálítið keilulaga; opið 0,5-0,8 (1) mm. Bikarblöð (12)15-20 × (0,5)3-4,5 mm, lensulaga, hærð á innra borði og jöðrum, með kirtlilhár á baki, aftursveigð að blómgun lokinni; visna af fyrir þroska nýpunnar, stöku sinnum með 6-10(-12) hliðarflipa, á bilinu 3,5-4 × 0,4-0,6 mm; oddurinn 4-6 × 0,5 mm. Krónan 20-40 mm í þvermál. Krónublöð 12-20 × 10-15 mm, um það bil jafn löng og bikarblöðin, breið, fölbleik. Frævur lausar hver frá annarri, sjaldan hærðar, mynda samaldin (hjúpaldin=nýpu), fræni öfug-keilulaga 0,7-1,3 mm. Nýpa (10)12-19(22) × 7-11 mm, oftast krukkulaga. slétt og með fáeina kirtlar við grunninn, dumbrauðar.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Portúgal, Spánn, Frakkland, Ítalía, austurhluti N-Afríku. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, frjór, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
http://ww2bgbm.org
http://www.floraiberica.es/floraiberica/texto/pdfs/06
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, brumágræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beðkanta. |
|
|
|
Reynsla |
|
Kvoðurósinni var sáð í Lystigarðinum 1991, plantað í reit 1994, hefur kalið mikið öll árin, plantað í beð 2009. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|