Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Rosa x alba 'Minette'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   x alba
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Minette'
     
Höf.   Vibert 1819.
     
Íslenskt nafn   Bjarmarós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Bleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   - 120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Rósarunni og R. alba rós. Þetta er ekki dæmigerð R alba rós aðeins 120 sm há í mesta lagi og með ljósgræn lauf, ekki grágræn eins og venjulegt er hjá R alba rósum.
     
Lýsing   Bleik blómin eru mjög þéttfyllt með þunn krónublöð sem eru límkennd í votviðri. Ef það rignir þegar runninn er að blómstra myndar hann aðeins rotna knúbba. Að öðrum kosti springa blómin út og eru með mjög sérstakan, himneskan ilm. Runninn blómstrar einu sinn á sumri og er mjög harðgerður.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, lífefnaríkur, rakur en vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Viðkvæm fyrir svartroti, ryðsvepp, mjölsvepp.
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.roseexpert.no/nordic.htm, thegardengeeks.net/plant-guide?sid=5867:Rosa-alba-maxima&pid=60
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumargræðlingar með hæl, brumágræðsla að að sumrinu.
     
Notkun/nytjar   Fyrir löngu var þessi rós kölluð Rosa Suionum; þ. e. rós Svíþjóðar. Helmut Merker nafngreindi rósina 1984 sem 'Minette'. Rósin var líka algeng vinsæl í Finnlandi og þar var hún kölluð "mustialrose". Hún hefur líka fundist í gömlum görðum í Noregi og þess vegna hlýtur hún að hafa verð notuð mikið á Norðurlöndunum öldum saman.
     
Reynsla   Rosa x alba ‘Minette' var keypt í Lystigarðinn 2003 og gróðursett í beð 2004, var mjög mikið kalin 2009 en óx mikið og blómstraði 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is