Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Gentiana occidentalis
Ættkvísl   Gentiana
     
Nafn   occidentalis
     
Höfundur   Jakow.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Klettavöndur
     
Ætt   Maríuvandarætt (Gentianaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Dökkblár.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   5-8 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Klettavöndur
Vaxtarlag   Fjölær jurt með blaðhvirfingar og langa jarðstöngla, sem geta orðið 20 sm langir, líka með renglur. Stönglarnir vaxa upp úr hvirfingarlaufunum. Laufin eru allt að 3,5 x 0,8 sm, hárlaus, legglaus, skærgræn, oddbaugótt til aflöng, hvassydd, lykja um grunninn.
     
Lýsing   Blómin eru stök, með legg og tvö gagnstæð stoðblöð sem líkjast stöngullaufinu. Bikarinn er keilulaga - pípulaga, hárlaus á yrta borði, með 5 þríhyrnda flipa, lensulaga, ydda, lengri en hálf bikarpípan og hver með lítinn flipa. Krónan er 4-5 sm, dökkblá, trektlaga með 5 baksveigða hvassa odda. Frjóþræðir eru 5, allt að 2,5 sm og bláir, festir við grunni krónupípunnar. Frjóhnappar eru gulir festir inn í 1 sm langa pípuna. Eggleg mjókkar upp og myndar stílinn, frænið er gaffalgreint. Aldinhýðið með allmörg oddvala fræ .
     
Heimkynni   V Pýreneafjöll.
     
Jarðvegur   Kalkríkur, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = www.plant-world-seeds.com/store/view-seed-item/2949, www.asturnatura.com/espicie/gentiana-occidentalis.html
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir. Sjaldgæf og glæsileg planta með mörg, dökkblá blóm. Hún er endemísk/einlend og vex hátt í Pýreneafjöllum, í yfir 2300 m hæð. Greinist frá náskyldri tegund dvergvendi(G. acaulis) á því að klettavöndurinn er þéttvaxnari og með smærri lauf.
     
Reynsla   Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Klettavöndur
Klettavöndur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is