Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Primula nivalis
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   nivalis
     
Höfundur   Pall.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Snælykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Purpura.
     
Blómgunartími   Snemma vors.
     
Hæð   20-25 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Snælykill
Vaxtarlag   Blómstilkur 15-20 sm hár, þegar plantan er í blóma, allt að 35 sm hár við aldinþroskann.
     
Lýsing   Lauf allt að 15-25 x 1-4 sm, lensulaga eða mjóoddbaugótt, í byrjun með dálítið niðurorpna jaðra, verða seinna flöt, bogtennt eða tennt, hárlaus, ekki mélug eða lítið eitt mélug á neðra borði. Oddur næstum yddur eða snubbóttur, laufleggur stuttur með breiðan væng. Blómskipunin með 8-12 blóm, stoðblöð allt að 2 sm, lensulaga, ydd, grunnur gegnvaxinn, blómleggir allt að 2 sm, ytri blómleggir hangandi, bikar bollalaga, 0,1-1 sm, flipar lensulaga, króna purpura, 2-2,5 sm í þvermál, flipar aflangir, heilrendir.
     
Heimkynni   M Asía.
     
Jarðvegur   Rakur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=20017339, https://en.wikipedia.org/wiki/Primula
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í beð.
     
Reynsla   Er ekki í Lystigarðinum 2015. Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Snælykill
Snælykill
Snælykill
Snælykill
Snælykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is