Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Rhododendron 'Elviira'
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Elviira'
     
Höf.   (Marjatta Uosukainen 1986) Finnland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Skærrauður.
     
Blómgunartími   Vorblómsrandi.
     
Hæð   60-90(-100) sm
     
Vaxtarhraði   Meðalvaxtarhraði.
     
 
Vaxtarlag   Runninn greinist nógu mikið til að mynda þéttvaxinn runna, 60-90(-100) sm hár og 90-100 sm breiður.
     
Lýsing   'Elviira' er þéttvaxinn, sígrænn runni, mikils metinn skrautrunni í manngerðu landslagi. Blómskipanir eru stórar og með áberandi skærrauðum blómum sem koma að vorinu, jafnvel meðan plantan er ung.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Lífefnaríkur, súr, vel framræstur, hæfilega rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z4-8
     
Heimildir   http://www.monrovia.com, http://www.mm.helsinki.fi
     
Fjölgun   Síðsumargræðlingar, sveiggræðsla, ágræðsla.
     
Notkun/nytjar   'Elviira' er mjög góð með öðrum runnum eða sem lávaxið limgerði. Þrífst betur í svölu loftslagi en heitu. Vökvið reglulega þegar efstu 5-7 sm moldarinnar eru orðnir þurrir og vökvið reglulega fyrsta sumarið á meðan ræturnar eru að koma sér fyrir í jarðveginum. Jarðvegurinn þarf að vel framræstur blandaður miklu af lífrænum efnum. Berið súran áburð á að blómgun lokinni. Haldið rótunum köldum með þykku lagi af laufmold. Það ætti að skýla runnunum fyrir sólinni síðari hluta vetrar.
     
Reynsla   Plantan var keypt 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal, blómstrar flest ár.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Fyrsti finnska lyngrósaryrkið var nefnt Elviira 1986. Það blómstrar oftast í lok maí og er fyrsta lyngrósin sem blómstrar í Finnlandi. ‘Elviira var nefnd eftir ömmu kynbótakonunnar M. Uosukainen..
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is