Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Lilium 'African Queen'
Ættkvísl   Lilium
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'African Queen'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skrautlilja*
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölæringur og laukplanta. Trompetliljublendingur (Trumpet lily Aurelian hybrid).
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður og í skjóli fyrir næðingum.
     
Blómlitur   Sterk aprikósulitur.
     
Blómgunartími   September.
     
Hæð   90-120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Stönglar allt að 90-12 sm háir.
     
Lýsing   Blómin eru stór, trektlaga, 150-200 mm breið, ilma, sterk apríkósulit, vita út á við.
     
Heimkynni   Yrki / Cultivar.
     
Jarðvegur   Frjór, ríkur af lífrænum efnum og vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   1, http://www.davesgarden.com, Upplýsingar af umbúðum, http://www.answers.yahoo.com, http://www.tonkinsbulbs.com.au, http://www.plantfinde.sunset.com, http://www.americanmeadows.com
     
Fjölgun   Fjölgað með hliðarlaukum eða laukhreistrum.
     
Notkun/nytjar   Vaxtarstaður þarf að vera sólríkur í skjóli fyrir næðingum, en ekki fast upp við suðurvegg, þar verður of þurrt. Vökvun í meðallagi, þarf reglulega vökvun en ekki of mikla. Laukarnir eru gróðursettir með 45-60 sm millibili í beð eða beðjaðra. Mælt er með að setja lauf eða annað lífrænt yfir moldina til að halda betur rakanum í moldinni. Fjarlægið dauð blóm en látið stönglana standa áfram. Laukarnir eru látnir vera á sínum stað og blómstra ár eftir ár. Góð til afskurðar
     
Reynsla   Reyndist skammlíf. Laukur var keyptur í Lystigarðinn 1991 og dó 1994.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Trompetliljublendingar (stundum nefndir Árelíublendingar (‘Aurelian Hybrids’) eða önnur nöfn eru notuð), eru stórar, hávaxnar trompetliljur eru komnar af kóngaliljunni (Lilium regale), hvítri, villtri lilju frá Kína, þ. e. þær eru upprunnar úr víxlfrjóvgun L. regale, L. sulphureum eða L. sargentiae × L. henryi og L. aurelianse nefna sumar heimildir (en hvorki L. auratum né L. speciosum). Blómin eru trektlaga eða skállaga , vita út á við eða dálítið niður á við og ilma oftast mikið, oft sérstaklega mikið á nóttunni. Allar trompetliljurnar eru dásamlegar til afskurðar. Þær verða hávaxnar og oft þarf að binda við þær, þar sem fullvaxinn stöngullinn getur borið meira en 15 stór blóm. Blómlitir eru hvítir og rjómalit yfir í gult og bleikt, margar með græna, brúna eða purpuralita slikju á ytri borði. Plönturnar eru oftast 90-180 sm há, hver stöngull ber 6-15 blóm.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is