Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Cortusa matthioli
Ættkvísl   Cortusa
     
Nafn   matthioli
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Alpaskúfa
     
Ætt   Primulaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   fjölær
     
Kjörlendi   sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   rauð - bláfjólublár
     
Blómgunartími   júní
     
Hæð   0.2-0.4m
     
Vaxtarhraði   meðal
     
 
Alpaskúfa
Vaxtarlag   breiðar blaðhvirfingar frá dálítið skriðulum jarðstöngl.
     
Lýsing   blómin í sveip, lítil, trektlaga, hangandi blöð langstilkuð, hærð, nærri kringlótt eða nýrlaga með hjartal. grunni og breiðsepótt, separnir eru ávalir og tenntir.
     
Heimkynni   Fjöll M Evr, M&A USSR, V Asía-Himalaja
     
Jarðvegur   meðalfrjór, rakaheldinn
     
Sjúkdómar   engin
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   skipting að vori eða hausti sáning að hausti
     
Notkun/nytjar   undirgróður, undir tré og runna, skógarbotn, Þekju
     
Reynsla   Töluvert mikið ræktuð, enda afar harðgerð (H. Sig.).
     
Yrki og undirteg.   C. m. f. pekinensis m/Þétthærð laufbl. og stærri blóm. C. m. 'Alba' með ljósgræn laufbl. og snjóhvít blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Alpaskúfa
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is