Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Rhododendron ‘Radistrotum’
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Radistrotum’
     
Höf.   (Arends 1940) Þýskaland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti   Rhododendron 'Radiistrotum'
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Skær purpuralitur.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   15-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sígrænn, harðgerður, þéttvaxinn dvergrunni sem nær aðeins 15-30 sm hæð á 10 árum, verður breiðari, um 40 sm, en hann er hár.
     
Lýsing   Foreldrar (♀ × ♂): (R. calostrotum ssp keleticum Radicans Group × R. calostrotum ssp calostrotum). Laufið er fallegt. Laufin eru smá, ydd, skærgræn og með silfurlitar smádoppur. Blómin eru stök, skær purpuralilla.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Þarf súran jarðveg.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H5
     
Heimildir   http://www.stoeckmann.ru, http://www.esveld.nl, http://www.hirsutum.info, http://www.jurgrns-gartenwelt.de
     
Fjölgun   Síðsumargræðlingar, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Getur hentað í steinhæð. Þarf súran jarðveg. Gott að dreifa dálitlu af nýrri mómold kringum plöntuna á vorin því þá helst rakinn betur í moldinni. Rótakerfi plöntunnar er grunnt í jarðveginum og því ætti ekki að róta í moldinni í kringum plöntuna. Gætið þess að moldin þorni ekki um of.
     
Reynsla   Plantan var keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal, blóm stöku ár. Sumarið 2010 var ekkert kal og engin blóm.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is