Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Rhododendron caucasicum
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn   caucasicum
     
Höfundur   Pall.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kákasuslyngrós
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur til gulur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   - 100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lítill, sígrænn runni, allt að 1 m hár, ungir sprotar lítið eitt lóhærðir.
     
Lýsing   Lauf 4-7,5 sm, öfugegglaga til oddbaugótt, 2,2-3 sinnum lengri en þau eru breið, hárlaus á efra borði, á neðra borði er þétt, móleit eða brún hæring. Bikar 1-2 mm, hærður. Króna 3-3,5 sm, breið-bjöllulaga, hvít til gul, stundum með bleika slikju og með grænar doppur. Eggleg þétthærð, með greinótt hár, stíll hárlaus. Fræhýði 1,5-2 sm.
     
Heimkynni   Tyrkland, Kákasus.
     
Jarðvegur   Súr, lífefnaríkur, rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z6
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sáning, síðsumargræðlingar með hæl (hormónameðferð).
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar eða stakstæður runni, í blönduð runnabeð þar sem birtan er síuð gegnum krónur trjáa.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru tvær plöntur sem sáð var til 2000 og gróðursettar voru í beð 2004. Kala mismikið, hafa ekki blómstrað.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is