Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Rhododendron japonicum
Ćttkvísl   Rhododendron
     
Nafn   japonicum
     
Höfundur   (A. Gray) Sur.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mjúklyngrós
     
Ćtt   Lyngćtt (Ericaceae).
     
Samheiti   Azalea japonica Gray, A. mollis (S. & Z.) André.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Laxbleikur-múrsteinrauđur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hćđ   1-2 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, mjög greinóttur runninni, sem verđur 1-2 m hár. greinar dálítiđ burstahćrđar eđa hárlausar. Hreistur vetrarbrumanna randhćrđ.
     
Lýsing   Lauf öfugegglaga til öfugegglaga-lensulaga eđa öfuglensulaga, 8-10 sm löng, 2-4 sm breiđ, snubbótt, grunnur fleyglaga, randhćrđ, daufgrćn ofan og međ strjála hćringu, bláleit og hárlaus á neđra borđi. Blómin 6-10 saman í klasa, koma á undan laufunum, ilmlaus. Bikar međ litla, snubbótta flipa međ grá hár á jöđrunum. Krónan breiđ-trektlaga, 6-8 sm breiđ, laxbleik-múrsteinrauđ til appelsínulit međ stóran appelsínulitan blett, fínhćrđ utan. Bikar og frćhýđi líka fínhćrđ. Stíll hárlaus, eggleg hćrt. Frćflar 5, frjóţrćđir langhćrđir neđantil, frjóhnappar dökkbrúnir.
     
Heimkynni   N og M Japan.
     
Jarđvegur   Súr, lífefnaríkur, rakur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeđ og víđar.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum eru til tvćr plöntur, sem sáđ var til 1999 og plantađ í beđ 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kelur mismikiđ, blómstrar af og til.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla   AĐRAR UPPLÝSINGAR: Mjúklyngrósin er mjög lík Kínalyngrós (R. molle (Bl.) G. Don.) og ef til vill ekki ađgrein frá henni.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is