Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Rhododendron smirnowii
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn   smirnowii
     
Höfundur   Trautv.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dúnlyngrós
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleikur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   - 4 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Dúnlyngrós
Vaxtarlag   Sígrænn runni, allt að 4 m hár, ungir sprotar með þétt, hvít ullhár.
     
Lýsing   Lauf 7,5-14 sm, öfuglensulaga-oddbaugótt, 2,8-4,5 sinnum lengri en þau eru breið, efra borðið hárlaust þegar laufin eru fullvaxin, neðra borðið er með þétta, hvíta til brúna hæringu. Bikar 2-3 mm, með breið-þríhyrnda flipa, sem hafa dálitla dúsk-hæringu og nokkra leggstutta kirtla. Króna 3,5-4 sm, trekt-bjöllulaga, bleik með gular doppur. Eggleg með þétt hvít hár, engir kirtlar. Fræhýði allt að 1,5 sm.
     
Heimkynni   Tyrkland, Georgía.
     
Jarðvegur   Súr, lífefnaríkur, rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z4
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð þar sem birtan er síuð til dæmis gegnum trjákrónur.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er ein planta með þessu nafni, sem sáð var 1989 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kelur yfirleitt lítið, blóm af og til.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Dúnlyngrós
Dúnlyngrós
Dúnlyngrós
Dúnlyngrós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is