Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Rhododendron watsonii
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn   watsonii
     
Höfundur   Hemsl. & Wils.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   - 6 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sígrænn runni eða lítið tré, allt að 6 m hátt.
     
Lýsing   Lauf 10-20 sm, 2-2,3 sinnum lengri en þau eru breið, hárlaus á efra borði, á neðraborði með hvíta, þunna, þétta hæringu. Bikar allt að 2 mm með breið-þríhyrnda, kjötkennda flipa. Króna 3,5-4 sm, bjöllulaga, 7-flipótt, hvít með fagurrauða flekki við grunninn. Fræflar 14 talsins. Eggleg hárlaust. Fræhýði 3-3,5 sm.&
     
Heimkynni   V Kína.
     
Jarðvegur   Súr, lífefnaríkur, rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z9
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð þar sem birtan er síuð.
     
Reynsla   Ein planta var keypt i Lystigarðinn 2000, gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kelur yfirleitt lítið eða ekkert, engin blóm t.d. 2010.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is