Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Chamaecyparis lawsoniana 'Alumii'
Ættkvísl   Chamaecyparis
     
Nafn   lawsoniana
     
Höfundur   (A. Murray) Parl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Alumii'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fagursýprus
     
Ætt   Sýprisætt (Cupressaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni - lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   KK blóm fagurrauð.
     
Blómgunartími   Snemma vors.
     
Hæð   2-5 m (- 15 m erl.)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Grannt, keilulaga, upprétt vaxtarlag.
     
Lýsing   Greinar ungra plantna uppréttar, útstæðar á gömlum plöntum. Greinar mjög sverar og fjölmargar, flatar, mjúkar viðkomu. Nálar fallega bládöggvaðar í fyrstu, seinna meira blágráar.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, fremur rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   7, Roloff/Bärtels 1996: Gehölze
     
Fjölgun  
     
Notkun/nytjar  
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær planta, sáð 2002, plantað í beð 2004 og 2007. Kólu dálítið meðan þær voru ungar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   Uppruni óþekktur, en hefur verið í ræktun síðan 1887. Auðvelt að fjölga. Mjög útbreitt form og vinsælt.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is