Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Juniperus scopulorum
Ættkvísl   Juniperus
     
Nafn   scopulorum
     
Höfundur   Sarg.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Klettaeinir
     
Ætt   Sýprisætt (Cupressaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni - lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Karlblóm gulleit.
     
Blómgunartími  
     
Hæð   1-3 m (-10 m)
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Vaxtarlag   Vex gjarnan sem margstofna lítið tré erlendis, allt að 10 m hátt. Króna breið vegna uppréttra gamalla greina. Verður mun minni hérlendis.
     
Lýsing   Börkur brúnn til grár, með mjóum rifum, en losnar ekki af. Ársprotar fíngerðir eins og á J. virginiana en stinnari, ekki greinilega 4-kantaðir, nálar hreisturkenndar, gagnstæðar, þéttaðlægar, oddar húsa lítið eða ekkert frá, nálar dökkrænar eða nokkuð gul- eða bláleitar, með langan, ógreinilegan kirtil á bakhliðinni. Aldin kúlulaga, ná fullum þroska í lok annars árs, 6 mm breið, dökkblá og döggvuð, aldinkjöt sætt. Er með (1-) 2 rauðbrún fræ, 3-köntuð.
     
Heimkynni   Vestur N Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, vel framræstur, fremur magur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 7
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð trjá- og runnabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem keyptar voru 1996 og 1999. Báðar þrífast vel, önnur hefur kalið ögn.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is