Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Cotoneaster dielsianus
Ættkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   dielsianus
     
Höfundur   Pritz. ex Diels.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bogamispill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Hálfsígrænn runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Bleikur
     
Blómgunartími   Snemmsumars
     
Hæð   1-2 m (-3 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Hálfsígrænn fínlegur runni með strjálar greinar. Ungar greinar gul- eða grændúnhærðar, greinar uppréttar, bogformaðar-hangandi, með fölbrúna lóhæringu.
     
Lýsing   Lauf 2,3 × 1,3 sm, bogadregin-oddbaugótt, egglaga til öfugegglaga, leðurkennd, með gulgrá lóhæringu á neðra borði. Blómin bleik, 3-7 í knippi, bikarblöð hvassydd, krónublöð upprétt. Aldin hálfhnöttótt, blóðrauð til ribsberjarauð, kjarnar/fræ 2-5.
     
Heimkynni   Kína
     
Jarðvegur   Vel framræstur, frjór jarðvegur, sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, haustsáning, græðlingar með hæl síðsumars.
     
Notkun/nytjar   Sem stakstæður runni, í þyrpingar, í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004, þrífst vel, og önnur sem sað var til 2006 og er enn í sólreit. Meðalharðgerður, ekki mikið ræktaður hérlendis. Lítt reyndur í garðinum en er í uppeldi.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is