Halldór Laxness "Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."
|
Paeonia lactiflora ‘Bowl of Beauty’
Ættkvísl |
|
Paeonia |
|
|
|
Nafn |
|
lactiflora |
|
|
|
Höfundur |
|
Pall. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
‘Bowl of Beauty’ |
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Silkibóndarós |
|
|
|
Ætt |
|
Bóndarósarætt (Paeoniaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Rauðbleikur/rósbleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
75-90 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Upprétt, fjölær jurt 75-90 sm há, sem myndar brúsk. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf milligrænt til dökkgrænt. ‘Bowl of Beauty’ ber glæsileg blóm, mjög stór af ‘japanskri’ gerð, þ. e. með fagur rauðbleik/rósbleik ytri krónublöð og með þétta hvíta/rjómalita miðju úr fjölmörgum, mjóum innri krónublöðum (petaloids).
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, rakaheldinn, en vel framræstur. Meðalvökvun. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.worlsendgarden.co.uk, http://www.backyardgardener.com, http://www.shootsgardening.co.uk
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Fjölgað með því að skipta rótarhnýði. Skipting að hausti.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Fjölæringabeð, stakar eða í þyrpingu.
Gróðursetjið bóndarósahnýðin að haustinu, 30-60 sm djúpt, í beð með vel unninni garðmold sem lífrænu efni hefur verið blandað í. (Hafið 2-4 sm moldarlag ofan á brumunum). Bóndarósirnar taka vel við sér við árlega áburðargjöf og ef beinamjöli er bætt við.
Það er best að láta bóndarósirnar óhreyfðar, þeim er sjaldan skipt.
Bóndarósir geta orðið fyrir sveppsýkingu ((Botyritus) þrúgumygla/grásveppur/grámygla) í vætutíð.
Bóndarósir eru meðal langlífustu fjölæringanna, oft að finna í gömlum görðum, hafi þær náð rótfestu lifa þær af vanrækslu. Eitt hundrað ára einstaklingar eru ekki sjaldgæfir.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Keypt í Lystigarðinn 2008, gróðursett í beð sama ár. Þrífst vel. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
ATHUGASEMD: Athugið að allir hlutar plöntunnar geta valdið magakveisu ef þeirra er neytt.
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Almennt um bóndarósir: Bóndarósir eru jurtkenndir fjölæringar sem vaxa upp frá þykku hnýði. Þær eru mjög áhrifamiklar þegar purpuralit, skipt laufin koma upp á vorin. Þau rétta fljótt úr sér og verða græn. Fallegt laufið er á sjálfu sér glæsilegt. Blómin bóndarósanna eru mjög fögur. Þau eru til Plönturnar eru 30-45 sm háar. í þrem gerðum. Einföld, hálffyllt, og af ‘japanskri’ gerð, þ.e. með eina röð af krónublöðum utan með stórri miðju fylltri af fjölmörgum, mjóum miðjukrónublöðum þ.e. ofkrýnd form. Litur blómanna er oftast frá hvítu, ljós bleiku til brúnrauðu og rauðu.
|
|
|
|
|
|