Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Paeonia lactiflora ‘Marie Lemoine’
Ættkvísl   Paeonia
     
Nafn   lactiflora
     
Höfundur   Pall.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Marie Lemoine’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silkibóndarós
     
Ætt   Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   75-90 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölæringur, 75-90 sm hár og álíka umfangsmikill, myndar brúsk. Þarf stuðning til að halda uppi þungum blómunum.
     
Lýsing   Lauf dökkgræn, hvert með 9 lensulaga smálauf, jaðrar snarpir. Blómin hvít, fyllt, skállaga, ilmandi. Stilkurinn rauðflikróttur.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Djúpur, lífefnaríkur, meðalrakur til rakur og vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = http://www.backyardgarnener
     
Fjölgun   Fjölgað með því að skipta rótarhnýði. Skipting að hausti.
     
Notkun/nytjar   Sólríkur vaxtarstaður er bestur þar sem loftslagið er svalt (og hálfskugga í heitu loftslagi) og með skjól gegn næðingum. Bóndarósir lifa lengi og líkar ekki að vera fluttar, veldu því staðinn af kostgæfni og undirbúðu holuna vel áður en þú gróðursetur plöntuna.
     
Reynsla   Keypt í Lystigarðinn 2005, gróðursett í beð sama ár. Þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is