Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Crocus vernus ssp. vernus 'Striped Beauty'
Ættkvísl   Crocus
     
Nafn   vernus
     
Höfundur   (L.) Hill.
     
Ssp./var   ssp. vernus
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Striped Beauty'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vorkrókus
     
Ætt   Sverðliljuætt (Iridaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Hnýði.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Föl-silfurgrár.
     
Blómgunartími   Vor (apríl).
     
Hæð  
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vorkrókus
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Blóm föl-silfurgrá, með blápurpura rákir (á ytra borði), grunnur ljósfjólublápurpura (sem og innra borð blómhlífar).
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Léttur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, upplýsingar af umbúðum laukanna.
     
Fjölgun   Hliðarhnýði.
     
Notkun/nytjar   Í trjá- og runnabeð, í beðkanta og víðar.
     
Reynsla   Hnýði úr blómabúð (frá Hollandi) voru gróðursett í beð 1989, L1-A12 og margar gamlar plöntur eru víða um garðinn. Glæsilegur. Í J8-A03, blómgast í lok apríl. Mjög gamalt yrki í Lystigarðinum, heimildir eru til um það frá 1970. Þrífst vel og sáir sér þar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Vorkrókus
Vorkrókus
Vorkrókus
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is