Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Cotoneaster roseus
Ættkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   roseus
     
Höfundur   Edgew.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Roðamispill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur með rauðleita slikju
     
Blómgunartími   Júní
     
Hæð   1-2 m (-5 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Roðamispill
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur runni, 1-2 m hár. Greinar grannar, uppréttar, bogsveigðar, með hvítt hár í fyrstu. Ársgamlar greinar hárlausar.
     
Lýsing   Laufin þunn, 2-6 sm löng, oddbaugótt eða egglaga til aflöng, ydd eða snubbótt, dálítið glansandi eða mött og hárlaus ofan. Hárlaus eða lítið eitt dúnhærð neðan. Blómin 2-9 í knippi, krónublöðin upprétt, hvít með rauðleita slikju. Fræflar 20. Aldin rauð eða dökkrauð, 7 mm löng, kjarnar/fræ 1-3.
     
Heimkynni   NV Himalaja, Afghanistan.
     
Jarðvegur   Léttur, vel framræstur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1,5
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð runnabeð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til 2 plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1978 og gróðursettar í beð 1984 og 1988. Hefur reynst þokkalega í garðinum (k:0-4). Lítið kal flest ár en kelur mikið inn á milli.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Roðamispill
Roðamispill
Roðamispill
Roðamispill
Roðamispill
Roðamispill
Roðamispill
Roðamispill
Roðamispill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is