Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
|
Ættkvísl |
|
Ribes |
|
|
|
Nafn |
|
altissimum |
|
|
|
Höfundur |
|
Turcz. ex Pojark. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Fjallarifs, alparifs |
|
|
|
Ætt |
|
Garðaberjaætt (Grossulariaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
R. petraeum altissimum. (Turcz.) Jancz |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Hálfskuggi eða sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulleitur, oft með purpuraslikju. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní. Ber í ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
(1-)2-3 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi runni (1)2-3 m hár. Greinar hárlausar, sjaldan með ögn af stuttum kirtilhárum, þyrnalausar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Brum brún, egglaga til mjóegglaga, dúnhærð, snubbótt eða ydd. Blaðstilkar 3-5 sm, hárlausir, sjaldan ögn dúnhærðir eða með stutt kirtilhár. Laufblaðkan hálfkringlótt, 3-6 sm, hárlaus, stundum með ögn af stilkstuttum kirtlum eftir æðastrengjunum á neðra borði, grunnur hjartalaga, flipar 3-5, egglaga-þríhyrndir, jaðrar hvass tvísagtenntir, stundum með fáeinar einfaldar tennur, oddur snubbóttur eða hvassyddur, endaflipinn jafnlangur eða ögn lengri en hliðarfliparnir. Blómklasar ögn hangandi, 3-8 sm, 10-25 blóma, blómleggir dúnhærðir og með leggstutta kirtla. Stoðblöð breiðegglaga, jaðrar ögn kirtilhærðir. Blóm tvíkynja, 4-5 mm í þvermál, blómleggir 1-3 mm. Bikar gulleitur oft með purpurablettum, hárlaus, krónupípan bjöllulaga, 1,5-2,5 mm. Flipar aftursveigðir, hálf-tungulaga til öfugegglaga, 0,8-1,5 mm. Fræflar festir neðan við krónublöðin og eru jafnlangir þeim. Eggleg hárlaus. Stíll breið-keilulaga, oddur 2-flipóttur. Ber purpurasvört, hálfhnöttótt, 0,5-0,7 sm, hárlaus. |
|
|
|
Heimkynni |
|
A Asia – N Kína, Mongólía, Sibería. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Þarf sendinn, léttan jarðveg, vel framræstan. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
Netið: Flora of China,
http://www.pfaf.org,
http://www.agroatlas.ru
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Með fræi og sumar- og vetrargræðlingum. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Þarf sendinn, léttan jarðveg, vel framræstan. Getur vaxið í hálfskugga undir trjám, en þarf rakan jarðveg ef plantan er í sól. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1984, um 2 m runni sem kól dálítið framan af, en er fínn núna (2011). |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Barrskógur, blandskógur og skógarjaðrar í fjallahlíðum neðan við 2000 m hæð í heimkynnum sínum.
Skordýrafrævun.
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Berin notuð til matar. Plantan notuð til lækninga og skrauts. Athygliverð til kynbóta. Frostþolin. Berin innihalda mikið af P og C vítamíni. |
|
|
|
|
|