Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Ribes nigrum ‘Öjebyn’
Ættkvísl   Ribes
     
Nafn   nigrum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Öjebyn’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sólber
     
Ætt   Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Grænn á ytra borði, rauðhvítur á því innra.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   - 2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Úrval fræplantna frá N-Svíþjóð frá 1953. Kröftugur, harðgerður, uppréttur runni, að minnsta kosti 1,5 m hár og 2-3 m breiður, liggur nokkuð útaf og ætti að fá stuðning.
     
Lýsing   Berin meðalstór til stór, keimgóð og ilma vel, eru með þunnt hýði. Klasinn er af meðallengd, myndar gnótt af berjum. Berin góð að borða beint af runnanum og í saft.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, hæfilega rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Runninn hefur mótstöðuafl gegn mjölsvepp, spunamaurum/mítlum.
     
Harka   5
     
Heimildir   http://www.sveplantinfo.se, http://www.bogront.no, http://www.lbhi.is, http://sprl.ars.usda.gov, http://www.vaxtwko.nu
     
Fjölgun   Fjölgað með síðsumar- og/eða vetrargræðlingum.
     
Notkun/nytjar   Berin eru notuð í berjamauk, saft eða fryst.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta, græðlingur frá Grasagarðinum í Reykjavík 1995. Kelur ekkert og er mjög vöxtuglegur 2011. Getur kalið í kaldari sveitum og köldum árum norðanlands og austan. Blómgast seint og þroskar ber jafnt en fremur seint.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Berin innihalda fremur lítið C-vítamín
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is