Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Ribes |
|
|
|
Nafn |
|
nigrum |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
‘Polar’ |
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Sólber |
|
|
|
Ætt |
|
Garðaberjaætt (Grossulariaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Sumargænn runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól og skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Grænn á ytra borði, rauðhvítur á því innra. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemmsumars. |
|
|
|
Hæð |
|
Allt að 1,5 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, runni sem hentar í limgerði og á stórar flatir, meðalkröftugur í vextinum, 1-1,5 m hár og 2-3 m breiður, uppréttur með slútandi greinar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Klasarnir meðalstórir, berin eru stór, bragðdauf en afbragðsgóð í saft og sultu. Runninn ber mikið af berjum, sem þroskast snemma og samtímis. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, hæfilega rakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Hefur mótstöðuafl gegn mjölsvepp. |
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
http://www.lbhi.is,
http://www.sveplantinfo.se
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Síðsumar- og/eða vetrargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Berin notuð í hlaup, mauk, saft og fryst. |
|
|
|
Reynsla |
|
Ekki í Lystigarðinum.
Hefur reynst öruggur á höfuðborgarsvæðinu. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR. Blómin þola næturfrost. |
|
|
|
|
|