Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Ribes × houghtonianum
Ættkvísl   Ribes
     
Nafn   × houghtonianum
     
Höfundur   Jancz.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kastalarifs
     
Ætt   Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
     
Samheiti   Ribes ‘Houghton Castle’
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Grænn með brúnni slikju.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   Allt að 2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Kröftugur runni, greinar ögn kirtil-dúnhærðar. Fer seint að vaxa á vorin.
     
Lýsing   Plantan er lík báðum foreldrunum. (R. silvestre × R. spicatum / R. rubrum × R. spicatum). Lauf um 6 sm breið, 3-5 flipótt, lauf hærð, grunnur lítillega hjartalaga. Blómskipun 3-5 sm löng með 8-18 blómum í klasa. Blómin stærri en blómin á R. spicatum, græn með brúna slikju. Berin hnöttótt, rauð, æt.
     
Heimkynni   Garðauppruni. (Holland fyrir 1901).
     
Jarðvegur   Frjór, jafnrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1,2,3
     
Fjölgun   Græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta, græðlingur frá Svíþjóð 1982, kelur ekkert, fallegir haustlitir.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is