Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Ribes hispidulum
Ættkvísl   Ribes
     
Nafn   hispidulum
     
Höfundur   (Janch.) Pojark.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hærurifs
     
Ætt   Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
     
Samheiti   Ribes spicatum subsp. hispidulum (Janch.) L.Hämet-Ahti
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, skjól.
     
Blómlitur   Gulgrænn.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   Allt að 2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur, lauffellandi runni, allt að 2 m hár. Sprotar eru ljósir, oftast þaktir leggjuðum kirtilhárum, oft með löng mjúk hár.
     
Lýsing   Lauf næstum alltaf þrí-flipótt, flipar eru breiðir og meira eða minna snubbóttir. Efra borðið er hárlaust eða með ögn af hárum, neðra borðið getur verið hárlaust eða þétt þakið dúnhárum, oft með kirtilhár eftir æðastrengjunum. Laufgrunnurinn er hjartalaga eða þverstýfður. Leggir laufa eru aðallega kirtilhærðir og þornhærðir, stundum dúnhærðir. Klasar vita upp á við eða eru ögn drúpandi, 3-6 sm langir, fremur þéttblóma, með 6-12(16) blóm. Aðalleggur og blómleggir mislangir eða frá 2,5 til 5(7) mm langir, ögn kirtilhærðir. Blómin eru lítil, 3-4 mm í þvermál, gulgræn, með hárlausan, grænleitan blómbotn og íhvolft blómstæði. Bikarblöð eru grængul, hárlaus á jöðrunum. Berin eru 8-10 mm breið, rauð, mjög safarík, bragðið súrt.
     
Heimkynni   Vestur Síbería til Yenisei ( nema allra nyrst), Altai, fjöllin í austur og norður Kazakhstan, fjöll við Zaysan-vatnið, suður og mið Úralfjöll, Pechora-ár basin, og vestur á bóginn yfir Volgu.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.agroatlas.ru
     
Fjölgun   Sáning, síðsumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Berin notuð til matar og sem uppspretta vítamína
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta upp af fræi frá Moskvu frá 1980. Hún kelur ekkert, er um 3 m há og var með ber 2011.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Vex á flæðilandi og meðfram lækjarfarvegum, í skógarjöðrum og meðal runnagróðurs.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is