Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Ribes stenocarpum
Ættkvísl   Ribes
     
Nafn   stenocarpum
     
Höfundur   Maxim.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gerðastikill
     
Ætt   Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rauður.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   Allt að 2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 2 m hár, greinar bylgjóttar, þétt þornhærðar og þyrnóttar, ljósbrúnar.
     
Lýsing   Lauf allt að 3 sm, kringlótt, 3-5 flipótt. Blómin 1-3 saman, rauð, bikar bjöllulaga. Krónublöðin varla nema hálf lengd bikarflipana, hvít. Ber 2,5 sm, aflöng, hálfgagnsæ, græn eða rauð.
     
Heimkynni   NV Kína.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð trjá- og runnabeð og víðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er ein planta með þessu nafni á skrá frá 1980. Hefur kalið dálítið gegn um árin.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is