Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Ribes triste
Ættkvísl   Ribes
     
Nafn   triste
     
Höfundur   Pall.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mýrarifs
     
Ætt   Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Blautir skógar og mýrar.
     
Blómlitur   Purpura.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   0,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lágvaxinn, skriðull runni, allt að 0,5 m hár.
     
Lýsing   Lauf 6-10 sm, í þvermál, kringlótt-nýrlaga, þunn, venjulega 3-flipótt, fliparnir með djúpar, jafnstórar tennur, grunnur hjartalaga. Lauf dökkgræn, hárlaus ofan, ljósari og dúnhærð neðan. Blómskipunin styttri en laufin, lítið eitt kirtilhærður hangandi klasi. Blómin rauð, bikar bjöllulaga, flipar snubbóttir, útstæðir. Berin allt 6 mm í þvermál, hárlaus, rauð.
     
Heimkynni   N Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Frjór, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   1, 28
     
Fjölgun   Sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð trjá- og runnabeð og víðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1981. Hún hefur kalið dálítið gegnum árin. Er á of þurrum og skuggsælum stað í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is