Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Ribes uva-crispa ‘Hinnomäki Röd’
Ættkvísl   Ribes
     
Nafn   uva-crispa
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Hinnomäki Röd’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Stikilsber
     
Ætt   Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
     
Samheiti   Ribes uva-crispa ´Hinnonmäki rot´, ‘Lepaan Punainen’, ‘Hinnomäen Punainen’
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Grænn, bleikgrænn.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   0,5-1 m
     
Vaxtarhraði   Nokkuð hraðvaxta.
     
 
Stikilsber
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, kröftugur í vextinum, uppréttur og nokkuð hávaxinn, um 1 m hár.
     
Lýsing   Fremur fljótvaxið yrki, með nokkuð stór, hnöttótt, dökk (brúnrauð), bragðgóð, dálítið hangandi ber. Myndar gnótt af berjum.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór og jafnrakur.
     
Sjúkdómar   Laus við mjölsvepp.
     
Harka   5
     
Heimildir   http://wundergartenwelt.de, http://www.bogront.no, http://www.sveplantinfo.se, http://www,laandstolpi.is, http://koju.de
     
Fjölgun   Síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Hlýr, skjólgóður vaxtarstaður. Berin eru góð að borða beint af runnanum. Nær árviss og mikil uppskera sunnan- og vestanlands.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til einn runni, græðlingur frá Nordplant 1985 sem hefur lítið sem ekkert kalið gegnum árin. Lítið af berjum 2011. Er á allt of þurrum og skuggsælum stað í Lystigaðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   Uppruni: Finnland.
     
Stikilsber
Stikilsber
Stikilsber
Stikilsber
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is