Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Spiraea bella
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   bella
     
Höfundur   Sims.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Breiðukvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Bleikur til hvítur.
     
Blómgunartími   Sumar.
     
Hæð   1-2,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur runni, sem verður 1-2,5 m hár. Greinarnar eru grannar, útstæðar, kantaðar, í fyrstu eru þær ögn dúnhærðar.
     
Lýsing   Lauf 2,5-6×0,75-1,5 sm, oddbaugótt til egglaga, langydd, grunnur fleyglaga, 2/3 efstu hlutarnir tvísagtenntir, grágræn, hárlaus ofan, æðastrengir dúnhærðir á neðra borði. Laufleggir allt að 6,5 mm langir. Blóm allt að 6,5 mm breið, bleik til hvít, einkynja, í 2-7 sm breiðum, endastæðum, dúnhærðum hálfsveipum. Bikarblöð sagtennt, fræflar lengri en krónublöð í karlblómum. Aldin 3 mm, dúnhærð á innra saumi og með útstæða langæa stíla. Líkur S. amoena Spae.
     
Heimkynni   Himalaja.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð runnabeð.
     
Reynsla   Hefur verið sáð í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is