Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
|
Spiraea chamaedryfolia v. ulmifolia
Ættkvísl |
|
Spiraea |
|
|
|
Nafn |
|
chamaedryfolia |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
v. ulmifolia |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
(Scop.) Maxim. |
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Bjarkeyjarkvistur |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, nokkur skuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Sumar. |
|
|
|
Hæð |
|
>2,2 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, uppréttur runni, oftast hærri en aðaltegundin, greinarnar grófari og uppréttari. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin eru oddbaugótt, efstu tveir þriðju hlutar þeirra eru grófsagtenntir og þau eru heilrend neðst. Blómin eru 13 mm í þvermál, hvít, í lengri klösum en aðaltegundin. Blómskipunin er allt að 5 sm löng.
Líkur skógarkvisti (S. miyabei Koidz.), sem er frábrugðinn Spiraea chamaedryfolia v. ulmifolia, meðal annars að því leyti að vera með samsetta hálfsveipi. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í blönduð runnabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1992, gróðursettar í beð 1994, vaxa vel, engin blóm 2011. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Spiraea chamaedryfolia v. ulmifolia Maxim. er talin vera samnefni Spiraea chamaedryfolia L. af sumum höfundum.
|
|
|
|
|
|