Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Spiraea |
|
|
|
Nafn |
|
× vanhouttei |
|
|
|
Höfundur |
|
(Briot) Carrière |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Snækvistur |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemmsumars. |
|
|
|
Hæð |
|
- 2 m. |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 2 m hár. Sprotar grannir, langir, tígurlega bogsveigðir, brúnir og hárlausir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 3-4,5×2,5-3 sm, tígullaga eða öfugegglaga, stöku sinnum greinilega 3-5 flipótt, breiðmjókkandi niður og heilrend við grunninn, efri hluti laufanna gróf-sagtenntur. Dökkgræn ofan, dálítið blágræn neðan, hárlaus. Blómin allt að 8,5 mm breið, hvít í 5 sm breiðum, sveiplíkum klösum, sem eru fjölmargir eftir greinum endilöngum, blómleggir um 1 sm langir. Bikarblöð upprétt, krónublöð kringlótt, fræflar oft ófrjóir að hlut, helmingi styttri en krónublöðin. Hýðin dálítið útstæð. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Garðablendingur (S. trilobata L. × S. cantoniensis Lour.). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
4 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, Ásg.Svanb. 1982. |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargæðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar, í beð, í kanta og sem stakstæður runni. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2008, er í sólreit (2014). Snækvisturinn ervða í görðum hérlendis, harðgerður og talinn skuggþolinn. Seinn til og blómstrar sjaldan. Þarf grisjun. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|