Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Crataegus sanguinea
Ættkvísl   Crataegus
     
Nafn   sanguinea
     
Höfundur   Pall.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Síberíuþyrnir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi tré
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní
     
Hæð   5-7 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Síberíuþyrnir
Vaxtarlag   Lítið krónumikið tré, greinar glansandi, purpurabrúnar, þyrnar fáir-margir, kröftugir, 3 sm langir. Árssprotar hærðir í fyrstu en verða síðar hárlausir, gljáandi rauðbrúnir-rauðfjólubláir.
     
Lýsing   Laufin egg-tígullaga til breiðegglaga, 5-8 sm löng og 3-5 sm breið, með 2-3(-7) pör af stuttum, hvass- til tvísagtenntum flipum, þykk, dökkgræn á efra borði, neðan ljósgrágræn, örlítið hærð beggja vegna, sérstaklega á æðastrenjum á neðra borði, blaðstilkur 8-15 mm, axlablöð hálfhjartalaga, gróftennt. Blómin um 1,5 sm í þvermál í þéttum, litlum hálfsveipum, bikarblöð og blómstilkur hárlaus, fræflar 20 með fjólubláum frjóhnöppum, stílar oftast 3. Aldin gulrauð í fyrstu - síðar gulrauð eða skærrauð, meira en 1 sm í þvermál, þroskuð strax í ágúst (a. m. k. erlendis) og þá gagnsæ. Laufin með fallega gula-rauða haustliti.
     
Heimkynni   A Síbería, SA Rússland
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, vel framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1, 7
     
Fjölgun   Haustsáning
     
Notkun/nytjar   Stakstæð tré, í limgerði, í þyrpingar, í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til eitt gamalt tré undir þessu nafni, sem þrifist hefur vel og er með fallega rauða haustliti. Eitt tré sem gróðursett var 1985, eitt tré sem sáð var til 1987 og gróðursett í beð 1994. Einnig eru til tvö tré sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 2000 og 2009. Harðgert tré, sem hefur verið lengi í ræktun í Lystigarðinum og er víða í görðum á Akureyri. (kal 0-1 á flestum eintökum). Síberíuþyrnir tilheyrir sama hóp og fjallaþyrnir (C. altaica) og hrafnþyrnir (C. chlorosarca) og er mest notaður sem stakstætt tré norðanlands en einnig má finna gömul limgerði af honum á Akureyri.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Síberíuþyrnir
Síberíuþyrnir
Síberíuþyrnir
Síberíuþyrnir
Síberíuþyrnir
Síberíuþyrnir
Síberíuþyrnir
Síberíuþyrnir
Síberíuþyrnir
Síberíuþyrnir
Síberíuþyrnir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is