Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Syringa vulgaris ‘General Pershing’
Ættkvísl   Syringa
     
Nafn   vulgaris
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘General Pershing’
     
Höf.   (Lemoine 1924).
     
Íslenskt nafn   Dísarunni (Garðasýrena)
     
Ætt   Smjörviðarætt (Oleaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Lilla-purpura.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   3 m
     
Vaxtarhraði   Vex meðalhratt við bestu aðstæður, getur lifað í um 30 ár.
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 3 m hár og að minnsta kosti 2 m breiður. Runninn er marggreindur, hvelfdur í vextinum, á það til að mynda rótarskot, er ber neðantil, það er um það bil neðstu 60 sm.
     
Lýsing   Fallegur sumarblómstrandi runni. Knúbbar dökkrauðir, ilmandi, lilla-purpura blóm með skeljableika slikju og hvítar rákir í uppréttum skúfum/klösum. Klasar mjög langir, með langar hliðargreinar neðst, þéttir. Blómin einföld, stundum tvöföld og aðeins með fáeina odda á pípuendanum, ósammiðja, oddarnir mjóir eða beiðir, mjög innundnir. Laufið blágrænt allt sumarið, laufin hjartalaga, ekki með neina sérlega fallega haustliti. Börkurinn grár og sléttur.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, meðalfrjór, lífefnaríkur, þolir jafnvel borgarmengun.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   7, http://www.qscaping.com
     
Fjölgun   Árangursríkast er að taka græðlinga af öllum sýrenu-yrkjum strax að blómgun lokinni. Þá rætast græðlingarnir best.
     
Notkun/nytjar   Stakur, í þyrpingar, í limgerði. Klippið dauð blóm af runnanum að blómgun lokinni, en gætið þess að skerða ekki nývöxtinn/ársprotana. Má ekki verða of aðþrengdur, loft þarf að leika um runnann Blómin góð til afskurðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er ein aðkeypt planta sem var gróðursett 1988. Þrífst sæmilega, ekkert kal, blóm af og til.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Þetta er franskur blendingur, valið yrki úr plöntum, sem ekki eru upprunalega frá N Ameríku.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is