Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
|
Syringa vulgaris ‘General Pershing’
Ættkvísl |
|
Syringa |
|
|
|
Nafn |
|
vulgaris |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
‘General Pershing’ |
|
|
|
Höf. |
|
(Lemoine 1924). |
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Dísarunni (Garðasýrena) |
|
|
|
Ætt |
|
Smjörviðarætt (Oleaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól og skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Lilla-purpura. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
3 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Vex meðalhratt við bestu aðstæður, getur lifað í um 30 ár. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi runni, allt að 3 m hár og að minnsta kosti 2 m breiður. Runninn er marggreindur, hvelfdur í vextinum, á það til að mynda rótarskot, er ber neðantil, það er um það bil neðstu 60 sm. |
|
|
|
Lýsing |
|
Fallegur sumarblómstrandi runni. Knúbbar dökkrauðir, ilmandi, lilla-purpura blóm með skeljableika slikju og hvítar rákir í uppréttum skúfum/klösum. Klasar mjög langir, með langar hliðargreinar neðst, þéttir. Blómin einföld, stundum tvöföld og aðeins með fáeina odda á pípuendanum, ósammiðja, oddarnir mjóir eða beiðir, mjög innundnir. Laufið blágrænt allt sumarið, laufin hjartalaga, ekki með neina sérlega fallega haustliti. Börkurinn grár og sléttur. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, meðalfrjór, lífefnaríkur, þolir jafnvel borgarmengun. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
7, http://www.qscaping.com |
|
|
|
Fjölgun |
|
Árangursríkast er að taka græðlinga af öllum sýrenu-yrkjum strax að blómgun lokinni. Þá rætast græðlingarnir best. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakur, í þyrpingar, í limgerði.
Klippið dauð blóm af runnanum að blómgun lokinni, en gætið þess að skerða ekki nývöxtinn/ársprotana.
Má ekki verða of aðþrengdur, loft þarf að leika um runnann
Blómin góð til afskurðar.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er ein aðkeypt planta sem var gróðursett 1988. Þrífst sæmilega, ekkert kal, blóm af og til. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Þetta er franskur blendingur, valið yrki úr plöntum, sem ekki eru upprunalega frá N Ameríku.
|
|
|
|
|
|