Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós "Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."
|
Syringa pubescens ssp. microphylla
Ættkvísl |
|
Syringa |
|
|
|
Nafn |
|
pubescens |
|
|
|
Höfundur |
|
Turcz. |
|
|
|
Ssp./var |
|
ssp. microphylla |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
(Diels.) Chang. & Chen. |
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Flossýrena |
|
|
|
Ætt |
|
Smjörviðarætt (Oleaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
S. microphylla Diels., S.potaninii Schneider. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Fjólublá-purpura, purpura-lilla til bleikur, stundum hvítur innan. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
5-6 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 6 m hár, stór og mikill. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin lensulaga til egglaga, breiðegglaga eða oddbaugótt, 2-9×1-5 sm, hárlaus til dúnhærð, grunnur yddur til bogadreginn, oddur meira eða minna snubbóttur til (oftast) meira eða minna odddreginn. Blómskipanirnar vaxa frá pari af hliðabrumum, sem augljóslega eru endabrum. Blómskipanirnar eru skúfar, 4-12 sm langar, stundum jafn breiðar, hárlausar, hærðar eða dúnhærðar. Bikar 1-1,5 mm, tennur breið-þríhyrndar eða ógreinilegar, hárlausar eða dúnhærðar. Krónan fjólublá-purpura, purpura-lilla til bleik, stundum hvít innan. Krónupípan því sem næstum sívöl, 5-10 mm, flipar 2-4 mm, oftast dálítið baksveigðir. Fræflarnir inni í pípunni eða í pípumunninum. Hýði sívöl eða oddbaugótt-aflöng, 1-2 sm. |
|
|
|
Heimkynni |
|
M Kína. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur, vel framræstur, lífefnaríkur, frjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
H1 |
|
|
|
Heimildir |
|
2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, græðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beð, í þyrpingar, sem stakir runnar. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004. Þrífst vel, ekkert kal. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|