Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Prunus sargenthii
Ćttkvísl   Prunus
     
Nafn   sargenthii
     
Höfundur   Rehd.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Japansheggur
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi tré.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Blá-bleikur.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hćđ   -10 m +
     
Vaxtarhrađi   Vex hratt.
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, upprétt, tré, 18 m hátt eđa hćrra í heimkynnum sínum.
     
Lýsing   Lauf 10,5×5 sm breiđaflöng-oddbaugótt til öfugegglaga-aflöng, odddregin, ein- eđa tvísagtennt, tennurnar grófar, hvassyddar, rauđleit, seinna grćn, bláleit-glansandi neđan. Blađleggir 22,5 mm langir. Blómin allt ađ 4 sm í ţvermál, blá-bleik, í 2-4 blóma legglausum sveipum, blómleggur stinnur, allt ađ. Bikartrekt 7×3 mm, mjó pípu-bjöllulaga, Krónublöđ breiđ egglaga-aflöng til öfugegglaga, skert. Steinaldin 22×8 mm, lang-egglaga, djúp glansandi rauđ.
     
Heimkynni   Rússland/Síbería, Japan, Kórea.
     
Jarđvegur   Međalrakur, sendinn, leirkenndur, ţolir ţurrk.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z4
     
Heimildir   1, http://www.learn2grow.com
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem stakstćđ tré, í rađir, í beđ.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarđinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is