Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Prunus brigantina
Ættkvísl   Prunus
     
Nafn   brigantina
     
Höfundur   Vill.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Alpaaprikósa
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   P. armeniaca brigantina. Armeniaca brigantina.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur, fölbleikur.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   - 6 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni eða lítið runnkennt tré, allt að 6 m hátt. Greinar stuttar.
     
Lýsing   Lauf allt að 7,5-6,5 sm, egglaga eða breiðegglaga, stuttydd oft ögn hjartalaga við grunninn, tvísagtennt, dúnhærð neðan, einkum á aðalæðastrengnum og hliðaæðunum. Laufleggir allt að 17 mm. Blóm 2 sm í þvermál, 2-5 saman, hvít eða fölbleik. Steinaldin smá, skærgul, slétt aprikósa.
     
Heimkynni   SA Frakkland (Briançon).
     
Jarðvegur   Frjór, fremur rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z7
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eu til þrjár plöntur sem sáð var til 2007, er í reit (2012).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is